28.10.1943
Efri deild: 41. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í C-deild Alþingistíðinda. (3141)

123. mál, náttúrurannsóknir

Eiríkur Einarsson:

Verkefni ráðsins er að nokkru leyti þannig, að það er ekki talið heyra frekar en verkast vill undir menntmn., og þess vegna kemur allshn. alveg eins til greina, og það, sem tekur af skarið, er, að það, sem einkennir meðferð málsins mest, er fyrirkomulagsatriðið sjálft um starf n. og hið pólitíska reiptog. Sé ég því ekki, að málið eigi erindi til menntmn., og legg til, að því verði vísað til allsherjarnefndar.