28.10.1943
Efri deild: 41. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 645 í C-deild Alþingistíðinda. (3142)

123. mál, náttúrurannsóknir

Hermann Jónasson:

Hv. 5. þm. Reykv. upplýsti nú um Áskel Löve, að hann vildi ekki vinna undir rannsóknaráði. Það er sennilega rétt með farið hjá honum, en hvað snertir Guðmund Gíslason, var ágreiningur um fjárhagsmál, framkvæmdir, þar sem sitt sýndist hverjum, en ekki sjálft vísindastarfið.

Um Björn Sigurðsson þýðir ekki að karpa, þar stendur orð á móti orði.