20.10.1943
Neðri deild: 34. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í D-deild Alþingistíðinda. (3228)

100. mál, skipun mjólkurmála

Forseti (JörB) :

Ég veit, að hv. þm. er ekki svo skyni skroppinn, að hann búist við, að till. hans gangi í gegn umræðulaust eða umræðulítið. Það er hægt að segja það, meðan ekki hefur á það reynt, og þar er þá jafnt á komið með okkur, en þegar umr. um till. kemur, sést, hvor er þar sannspárri. En hann veit, að þessi mál gætu ekki verið komin lengra, nema önnur mál, sem hefur verið reynt að koma áleiðis, hefðu gersamlega verið tafin.