02.12.1943
Neðri deild: 57. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í D-deild Alþingistíðinda. (3262)

100. mál, skipun mjólkurmála

Frsm. minni hl. (Bjarni Ásgeirsson):

Hv. 7. þm. Reykv. hefur brostið kjark til að nefna nokkurt fyrirtæki, sem vitandi vits hefði eyðilagt matvæli. En það skoraði ég á hann að gera til sönnunar sínu máli. Ég skal í sambandi við gífuryrði hans lesa nokkrar línur úr blaðinu „Einingunni“, sem liggur hér frammi, 13. blaði, nóv., með leyfi hæstv. forseta: „Kjarklitlir menn eru oft miklir orðhákar. Oft er sá mestur í munni, sem minnstu orkar. Þjösnahátturinn er sprottinn af uppgerðarhreystimennsku, sem á rót sína að rekja til minnimáttarkenndar og innra tómleika“.

Þetta finnst mér lýsa svo vel þessum hv. þm., að ég læt það nægja.