16.12.1943
Sameinað þing: 44. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í D-deild Alþingistíðinda. (3366)

191. mál, lækka verð á vörum innan lands

Brynjólfur Bjarnason:

Við skulum gera ráð fyrir, að hv. 4. þm. Reykv. hafi verið að reyna að skýra rétt frá, en það er þá að minnsta kosti mjög ónákvæmt, sem hann segir frá fundi átta manna n., þegar rætt var um ríkisstj. Hv. 2. þm. Reykv. minntist á þann möguleika, að ríkisstj. yrði skipuð í samráði við flokkana, því að sýnilegt væri, að ríkisstjóri mundi að öðrum kosti skipa hana án samþykkis þeirra. En Alþfl. og Sjálfstfl. höfnuðu þessu, og afleiðingin er sú ríkisstj., sem nú situr. Þessum hv. þm. er mjög um það hugað að sverta Sósfl. með því að bendla hann við þessa ríkisstj., en ég vil benda á það, að ef það telst glæpur að eiga það skilið að vera bendlaður við ríkisstj., þá á hans flokkur miklu meiri sök á þeim glæp, því Sósfl. reyndi þó að afstýra þeirri skipun á ríkisstj. sem ofan á varð.

Þessar umr. eru raunar óþarfar, því að við vitum báðir hið sanna í þessu máli.

Það, sem hann sagði um kosningarnar í Þýzkalandi, var mjög ónákvæmt, en í því var þó sannleikskorn. Málum var þannig háttað, að í kjöri voru forsetaefni, Hindenburg hershöfðingi og Hitler og svo Thálmann fyrir kommúnista. Sósíaldemókratar studdu Hindenburg, og á forsíðu aðalblaðs þeirra, Vorvárts, stóð: Afmáum Hitler! — en á forsíðu blaðsins Rote Fahne stóð: Afmáum þann, sem ryður Hitler brautina! En hver var það, sem fékk Hitler völdin í Þýzkalandi? Það var einmitt Hindenburg forseti, sá sem sósíaldemókratar studdu.