15.10.1943
Sameinað þing: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 350 í D-deild Alþingistíðinda. (3500)

50. mál, gagnfræðanám

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Herra forseti. Allshn. leggur til, að till., sem hér liggur fyrir, verði afgr. með rökst. dagskrá, sem er á þskj. 145. Á þ. 1941 var samþ. þál. um skólamál og að fela ríkisstj. að skipa mþn. skólafróðra manna til þess að rannsaka kennslu- og uppeldismál þjóðarinnar og gera till. um skipun þeirra. Nú mun ríkisstj. fyrir nokkru hafa skipað slíka n. Það verkefni, sem felst í þessari till., heyrir algerlega undir þá n., og hygg ég, að stj. hafi falið henni nú þegar að annast rannsóknir á því. Í því trausti leggur allshn. til, að till. verði afgreidd með rökst. dagskrá.