26.11.1943
Sameinað þing: 37. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 449 í D-deild Alþingistíðinda. (3659)

113. mál, uppbót á landbúnaðarafurðum

Flm. (Finnur Jónsson) :

Herra forseti. Ég hef lagt fram ásamt fleirum þessa till. varðandi greiðslu uppbóta á landbúnaðarafurðir.

Samkvæmt upplýsingum frá ráðh. eru engar skýrslur hjá ríkisstj. um það, hvernig uppbæturnar skiptast og að þeirra skýrslna yrði ekki krafizt, nema fyrir lægi áskorun í þá átt frá Alþingi. Það er ekki rétt, að ekki séu til upplýsingar um, hvernig uppbæturnar skiptast á sýslur og bú í landinu. Engar upplýsingar eru til um, að þetta fé komi allt til skila, því að ég legg ekki mikið upp úr þeim árituðu kvittunum, sem verið er með.

Legg ég áherzlu á, að það fáist nákvæmar skýrslur í þessu efni, og óska, að umr. verði frestað og málinu vísað til allshn.