15.04.1943
Neðri deild: 1. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (3810)

Setning fundar í neðri deild

Þessir þingmenn sátu neðri deild:

1. Áki Jakobsson, þm. Siglf.

2. Ásgeir Ásgeirsson, þm. V.-Ísf.

3. Barði Guðmundsson, 5. landsk. þm.

4. Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýr.

5. Einar Olgeirsson, 2. þm. Reykv.

6. Emil Jónsson, þm. Hafnf.

7. Eysteinn Jónsson, 2. þm. S.-M.

8. Finnur Jónsson, þm. Ísaf.

9. Garðar Þorsteinsson, 2. þm. Eyf.

10. Gísli Guðmundsson, þm. N.-Þ.

11. Gísli Sveinsson, 10. landsk. þm.

12. Gunnar Thoroddsen, þm. Snæf.

13. Helgi Jónasson, 1. þm. Rang.

14. Ingólfur Jónsson, 2. þm. Rang.

15. Jakob Möller, 3. þm. Reykv.

16. Jóhann Jósefsson, þm. Vestm.

17. Jón Pálmason, þm. A.-Húnv.

18. Jón Sigurðsson, 2. þm. Skagf.

19. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn.

20. Lúðvík Jósefsson, 6. landsk. þm.

21. Ólafur Thors, þm. G.-K.

22. Páll Zóphóníasson, 2. þm. N.-M.

23. Páll Þorsteinsson, þm. A.-Sk.

24. Pétur Ottesen, þm. Borgf.

25. Sigfús Sigurhjartarson, 8. þm. Reykv.

26. Sigurður Bjarnason, þm. N.-Ísf.

27. Sigurður Guðnason, 1. landsk. þm.

28. Sigurður E. Hlíðar, þm. Ak.

29. Sigurður Kristjánsson, 7. þm. Reykv.

30. Sigurður Thoroddsen, 11. landsk. þm.

31. Sigurður Þórðarson, 1. þm. Skagf.

32. Skúli Guðmundsson, þm. V.-Húnv.

33. Stefán Jóh. Stefánsson, 4. þm. Reykv.

34. Sveinbjörn Högnason, þm. V.-Sk.

35. Þóroddur Guðmundsson, 2. landsk. (vara)þm.

Voru framangreindir þingmenn allir á fundi. Aldursforseti deildarinnar, Jakob Möller, setti fundinn og kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Sveinbjörn Högnason, þm. V.-Sk., og Sigurð E. Hlíðar, þm. Ak.

Kosning forseta og skrifara.

Var þá gengið til forsetakosningar. Kosinn

var Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn.,

með 15 atkv. — Jóhann Jósefsson, þm. Vestm., fékk 3 atkv., en 14 seðlar voru auðir.

Hinn kjörni forseti tók nú við fundarstjórninni og lét fyrst fara fram kosningu fyrri varaforseta. Kosningu hlaut

Emil Jónsson, þm. Hafnf., með 21 atkv., en 10 seðlar voru auðir. Annar varaforseti var kosinn

Sigfús Sigurhjartarson, 8. þm. Reykv., með 17 atkv., en 15 seðlar voru auðir.

Þessu næst voru kosnir skrifarar deildarinnar, að viðhafðri hlutfallskosningu. Fram komu 2 listar, A og B. Á A-lista var SvbH, en á B-lista SEH. — Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi, lýsti forseti yfir, að rétt væru kosnir skrifarar deildarinnar án atkvgr.:

Sveinbjörn Högnason, þm. V.-Sk., og

Sigurður E. Hlíðar, þm. Ak.