22.11.1943
Efri deild: 53. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

130. mál, reikningaskrifstofa sjávarútvegsins

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Hv. 1. þm. S.-M. (IngP), sem kosinn hafði verið frsm. sjútvn. í þessu máli, er nú hér ekki viðstaddur. En sjútvn. hefur haft þetta mál til meðferðar. Og til þess að flýta afgreiðslu þessa máls, vil ég segja hér örfá orð, þar sem hinn kjörni frsm. er ekki við.

N. hefur athugað mál þetta mjög gaumgæfilega og leggur einróma til, að það verði samþ. óbreytt. N. hefur séð nauðsyn þess, að málið næði sem fyrst fram að ganga, og væntir þess því, að frv. verði samþ.