25.11.1943
Efri deild: 56. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (504)

35. mál, dómsmálastörf, lögreglustjórn, gjaldheimta o.fl. í Reykjavík

Frsm. (Lárus Jóhannesson) :

Herra forseti. Ég ætla ekki að lengja þær umr., sem fram hafa farið um þetta mál. En aðeins út af því, að ég las í Alþýðublaðinu í dag frásögn um samþ. þessa frv. við 2. umr., þar sem gengið er út frá því sem gefnu, að núverandi lögreglustjóri héldi áfram embættinu þrátt fyrir samþ. þessara l., þó að frv. væri samþ., þá vil ég endurtaka þá forsendu sem var frá n. hálfu, að vegna þess að þessi auknu skilyrði eru hér sett til þess, að maður geti orðið skipaður í lögreglustjóraembætti í Reykjavík, þá leiddi það af sjálfu sér, að skipta verði um mann í þessu embætti, ef frv. verður samþ. Og með þeirri forsendu var frv. samþ. við 2. umr. í þessari hv. d.