29.09.1943
Efri deild: 26. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 466 í B-deild Alþingistíðinda. (525)

36. mál, kjötmat o.fl.

Frsm. (Páll Hermannsson):

Herra forseti. Þegar þetta frv. var hér í d. til 1. umr., upplýsti atvmrh., í hverju þær breyt. á l. um kjötmat væru fólgnar, sem nú eru í frv. Landbn. hefur á fundi sínum athugað þetta mál. Að vísu voru tveir af nm., sem samtals eru fimm, fjarverandi sökum lasleika, en n. kom sér þó saman um að mæla með því, að frv. þetta yrði samþ. óbreytt. N. lætur í ljós, að hún sé fylgjandi þeim reglum, sem setja á um kjöt, sem selt er á innlendum markaði, og álítur þær eðlilegar og að það sé líka eðlilegt að vanda sem bezt til þessarar vöru á innlendum markaði.

N. leggur því til, að þetta frv. verði samþ.