01.10.1943
Efri deild: 28. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 472 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

36. mál, kjötmat o.fl.

Bjarni Benediktsson:

Það er rétt, að þetta eru l. um kjötmat, en í fyrirsögninni stendur, að þau séu um kjötmat o. fl. Og í 9. gr. er vikið að því atriði, sem ég drap hér á og dýralæknirinn vekur athygli á í bréfi sínu, að hér sé selt skemmt kjöt og skorti heimild til skoðunar. En hitt er rétt, að heimild til afskipta er í l. um matvælaeftirlit, en þau l. eru ekki nægilega afmörkuð gagnvart þessum.

Hvaða áhrif á matið að hafa? Kjötmatsmenn hljóta að geta gert grein fyrir því, af hvaða ástæðum þetta frv. er borið fram.

Hitt er ekki rétt, að þessi l. séu um kjötmat einungis. Þau eru um kjötmat o. fl.