05.10.1943
Efri deild: 29. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 474 í B-deild Alþingistíðinda. (541)

36. mál, kjötmat o.fl.

Bjarni Benediktsson:

Ég get í sjálfu sér þakkað hv. þm. Dal., að hann skuli vera mér sammála, að málið eins og það er sé því nær þýðingarlaust. (ÞÞ: Það sagði ég ekki). Hæstv. ríkisstj. hefur ekki gert grein fyrir, hvernig málið mundi verða í framkvæmdinni, og því hef ég borið fram þessa rökst. dagskrá, en vil leyfa mér að bera fram varatill. Ég mun bera fram skrifl. brtt. þá, sem hv. 2. þm. N.-M. bar fram í Nd. og var felld þar, svo hljóðandi: „Gera skal eðlilegan mismun á verði kjötsins, bæði til framleiðenda og neytenda“.