25.11.1943
Neðri deild: 54. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í B-deild Alþingistíðinda. (554)

36. mál, kjötmat o.fl.

Bjarni Ásgeirsson:

Herra forseti. Hv. 2. þm. Skagf. er frsm., en hann er ekki viðstaddur, og vil ég því segja um málið nokkur orð.

Eins og kunnugt er, var þetta mál lagt fyrir á öndverðu þingi, og fór það gegnum þessa d. og til Ed. Voru þar gerðar á því nokkrar breyt., sem meiri hl. landbn. gat ekki fallizt á, með því að hann sá ekki, hvernig unnt væri að framkvæma þá meðferð þessa máls, sem ákveðin var með þeirri breyt., sem gerð var í Ed., að eðlilegur verðmunur væri gerður á gæðaflokkum kjöts í útsölu. Meiri hl. sá engin tök á að framkvæma þetta og taldi, að með þessari viðbót væri málinu stórspillt. Síðan hefur málið legið hjá n. óafgreitt, þar til hæstv. atvmrh. fyrir skömmu óskaði eftir, að frv. fengi afgr. á þinginu Þá tók n. málið fyrir, og meiri hl. bar fram brtt. við málið, sem kemur því í svipað horf og það hafði, þegar það fór frá n. upphaflega, að niðurlag 1. gr., tvær síðustu línurnar, falli niður. Hins vegar hefur hv. 2. þm. N.-M. borið fram brtt. við 1. gr., eins og hún liggur fyrir. Meiri hl. n. getur ekki mælt með þeirri brtt. af þeirri ástæðu, sem ég nú hef greint.