25.11.1943
Neðri deild: 54. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í B-deild Alþingistíðinda. (556)

36. mál, kjötmat o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Ég er sammála hv. 2. þm. N.-M. um það, að rétt sé að gera eðlilegan verðmun á kjöti til framleiðenda og neytenda eftir gæðum þess, en ég tel samt, að ákvæði um þetta eigi ekki heima í l. um kjötmat, og er hissa á því, að menn, sem vilja koma þessu á, skuli vilja þrengja því inn í kjötmatsl. Ákvæði um verðlag á kjöti eiga að koma inn í þau l., sem kjötverðlagsn. starfar eftir. Þar eiga þau heima, en ekki í þessum l. Þó að ég sé honum sammála um það, að slíkan verðmun eigi að gera, þá get ég ekki fallizt á að vera með að samþ. hans till. eða aðra í sömu átt, en tel rétt að samþ. brtt. á þskj. 510 frá meiri hl. n.