05.11.1943
Sameinað þing: 27. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (67)

27. mál, fjárlög 1944

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Hv. frsm. meiri hl. hafði margt að athuga við það, sem fram hefur komið hér. Ég ætla aðeins í þessu tilefni að taka það fram, sem ég reyndar gerði áður, út af launahækkun til handa þeim embættismanni, sem er einna lægst launaður allra embættismanna hér, en hann hefur um 7000 krónur, að ég get látið það liggja á milli hluta, þótt sú upphæð verði veitt sem sérstök launauppbót, en ekki tekin sem risnufé.