09.12.1943
Neðri deild: 60. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 569 í B-deild Alþingistíðinda. (764)

91. mál, stríðsslysatrygging íslenzkra skipshafna

Forsrh. (Björn Þórðarson) :

Herra forseti. Þetta frv. er komið frá Ed. og hefur fengið þar gagngera og ýtarlega meðferð. Frv. var stjórnarfrv., en við athugun í sjútvn. Ed. kom n. saman um að nota þetta tækifæri til þess að búa út framtíðarskipulag, sem gæti leyst af hólmi það verkefni, sem þessari tryggingu var ætlað að hafa, á meðan stríðið stæði.

Það er 2. málsgr. 2. gr., sem þetta nýja skipulag hvílir á og Ed. á frumkvæðið að. Síðan hefur verið starfað ötullega að málinu af öllum aðilum og hefur ríkisstj. lagt fram starfsskrá. Ég vil bera fram þakklæti til sjútvn. fyrir starf hennar að þessu máli. Ég hef ekki getað það fyrr, því að mér gafst ekki kostur á að vera við umr. vegna lasleika. Óska ég, að málinu verði vísað til sjútvn.