21.04.1943
Efri deild: 6. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 573 í B-deild Alþingistíðinda. (777)

12. mál, bannsvæði herstjórnar

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. svör hans. Ég er feginn að heyra, að ríkisstj. hefur reynt að leysa þetta mál, því að hér hefur horft til hinna mestu vandræða.

Það er aðeins eitt atriði í svörum hæstv. ráðh., sem mig langar til að víkja að. Hann upplýsti, að svæðið, sem tekið hefur verið til þarfa hersins, hefði verið tekið samkv. samningum og ábendingum frá fyrrv. ríkisstj. Þá er ótvírætt, að ísl. stj. ber skylda til að bæta íbúum Suðurnesja allt þeirra tjón, ef setuliðsstj. fæst ekki til að gera það. Ég væri hæstv. ráðh. þakklátur, ef hann vildi láta uppi álit sitt um þetta.