20.09.1943
Neðri deild: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 591 í B-deild Alþingistíðinda. (861)

53. mál, sandgræðsla og hefting sandfoks

Flm. (Ingólfur Jónsson) :

Herra forseti. Frv. þetta er flutt sem smáviðbót við sandgræðslulögin, 13. gr. þeirra, að beiðni eins hreppstjórans í Rangárvallasýslu. Þar stendur svo á, að þrír af hreppstjórum sýslunnar eiga lönd innan sandgræðslugirðinga, sem þeim er að l. skylt að meta, hvort fullgildar séu eða hvort nauðsyn sé viðgerða, sem þeir eiga sjálfir að nokkru leyti að kosta. Það er óviðkunnanlegt að heimta af þeim, að þeir dæmi þannig í sjálfs sín sök. Frv. fer því fram á, að þegar svo stendur á, skipi sýslumaður menn í stað hreppstjóranna. Ég vænti þess, að hv. d. sé mér sammála um þörfina á að lagfæra þetta. Óska ég, að frv. verði vísað til 2. umr. og landbn.