20.09.1943
Neðri deild: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 613 í B-deild Alþingistíðinda. (890)

48. mál, verðlag

Forseti (JörB) :

Það er misminni hv. 8. þm. Reykv., að ég hafi komizt þannig að orði, að það mætti ekki blanda Kaupfélagi Árnesinga inn í þetta mál. En ég baðst undan því, að þm. réðust á þá menn, sem hefðu ekki aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Ef það á að gera starfsmenn Kaupfélags Árnesinga að umræðuefni á þingi, þá er bezt að koma með það á þskj. Þá vil ég mælast til þess, að hv. þm. hrúgi ekki saman mörgum hrakyrðum hver um annan hér í sölum Alþingis.