08.02.1945
Efri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í B-deild Alþingistíðinda. (1017)

273. mál, síldarverksmiðjan á Sólbakka

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. — Sjútvn. hefur haft þetta mál til athugunar og leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt. Ég vil hins vegar beina því til hæstv. ríkisstj., að n. þætti eðlilegra, ef unnt væri að koma því þannig fyrir, þegar salan fer fram, að tryggður sé áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar frekar en hún yrði rifin niður og ekkert stæði í staðinn. Að öðru leyti mælir n. fullkomlega með því, að frv. verði samþ. breytt.