15.12.1944
Neðri deild: 93. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 766 í B-deild Alþingistíðinda. (1070)

218. mál, nýjar síldarverksmiðjur

Frsm. (Jón Pálmason):

Þetta frv. er stjfrv. og fjallar um það að veita stj. heimild til að taka lán til að reisa síldarbræðslustöðvar, allt að 20 milljónir króna, en það þýðir að hækka heimildina, sem er í gildandi l., úr 10 millj. í 20 millj.

Það, sem ætlazt er til, að verði gert við þetta fé, er að reisa tvær nýjar verksmiðjur, sem sé að stækka ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði og reisa nýja verksmiðju á Skagaströnd, og með það fyrir augum er sótt um þessa heimild.

Fjhn. hefur haft þetta mál til meðferðar og mælir einróma með, að það verði samþ. óbreytt.