10.01.1945
Neðri deild: 101. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í B-deild Alþingistíðinda. (109)

217. mál, skipun læknishéraða

Forseti (JörB):

Þessi brtt. liggur þá fyrir. Nú hefur þess verið óskað af hæstv. félmrh., að málið fengi helzt fulla afgreiðslu nú, og hef ég lofað að þessari umr. lokinni að setja nýjan fund. Það þarf ekki að breyta neinu, hvað áhrærir óskir hv. 3. þm. Reykv., að til atkv. verði ekki gengið um þessa brtt. fyrr en við 3. umr., en þá er aðeins, hvort mönnum finnst ástæða til þess að íhuga nánar þær till., sem fyrir liggja.

Það hefur ráðizt svo við hæstv. félmrh., að þessi brtt., sem hv. 3. þm. Reykv. ber fram, komi til athugunar í n. milli funda, og fer þá ekki fram 3. umr. eins skyndilega og ráð var fyrir gert í fyrstu, og þessi brtt. kemur því ekki til atkv. nú við 2. umr.