10.01.1945
Efri deild: 98. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 773 í B-deild Alþingistíðinda. (1097)

230. mál, tekjuskattsviðauki 1945

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég vil í tilefni þessa máls beina því til hæstv. fjmrh. og þeirrar n., sem fær málið til meðferðar, hvort ætlunin sé, að þessir skattar verði einnig lagðir á þau félög, sem hafa sérstök skattahlunnindi samkv. 3. gr. l. frá 1935, a, b og c lið. Ég skal ekki segja, hvort það kemur nægilega skýrt fram í þeim l. sem hér um ræðir, hvort það eigi að ganga jafnt yfir alla skattþegana í landinu eða hvort þessi félög njóta sömu fríðinda og samkv. l. frá 1935.

Ég vil aðeins beina athyglinni að þessu og fá ákveðið svar frá hæstv. fjmrh. og n., þegar þar að kemur og búið er að athuga málið, hvort öruggt sé, að svo verði án nokkurra umdeilna.