12.12.1944
Neðri deild: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (1160)

141. mál, kaup eigna setuliðsins

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. — Þessi brbl. voru gefin út með samþykki þriggja þingflokka. N. hefur ekki talið ástæðu til að skýra frá störfum sínum, þar eð þeim er enn ekki lokið.

Meiri hl. n. leggur til, að frv. verði samþ., en einn nefndarmaður hefur sérstöðu.