12.12.1944
Neðri deild: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (1162)

141. mál, kaup eigna setuliðsins

Jón Pálmason:

Ég mæli með, að þetta frv. verði samþ., en er þó samþykkur hv. 3. þm. Reykv. um það, að framkvæmd þessa máls er varhugaverð. Ríkið blandaði sér í þetta mál til þess að tryggja einstaklingum hagkvæm kaup, en koma í veg fyrir allt brask með eignir þessar. Þessum tilgangi mun ekki hafa verið náð. En úr því að ríkið er búið að taka þetta að sér á annað borð, þá mæli ég með þessu frv. í því trausti, að hæstv. ríkisstj. sjái um, að þessi viðskipti lendi ekki á neina braskbraut.