21.02.1945
Efri deild: 133. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 801 í B-deild Alþingistíðinda. (1185)

141. mál, kaup eigna setuliðsins

Gísli Jónsson:

Ég vil þakka hv. 1. þm. Reykv. fyrir þær upplýsingar, sem hann hefur gefið. En ég hefði talið æskilegt, að gefið yrði út nýtt nál. með þeim, svo að þessar upplýsingar lægju fyrir skjallega. Ég get þó látið mér nægja, ef hæstv. ráðherra vildi lýsa því yfir, að það, sem ég legg til, yrði framkvæmt við þá skala, sem nú eru óseldir, en þeir munu vera um 3000. Ég get fallizt á, að erfiðleikar séu á því að framkvæma þetta við þá skála, sem búið er að selja. Það hefur komið fram, sem ég gat til í fyrstu, að ríkið hefur komið af sér þeirri skyldu, sem hvíldi því á herðum, að þetta yrði allt rifið burtu og jarðrask bætt.

Brtt. mína við 4. gr. tel ég fullkomlega tímabæra. Nú þegar liggur mikið fyrir af skaðabótakröfum, en samkvæmt 4. gr. frv. eru menn sviptir þeim rétti að sækja og verja mál sitt. — Ég hefði mælt með, að n. gæfi út nýtt nál. og ræddi þetta við hæstv. ráðh., en málinu yrði frestað þangað til þessu væri lokið.