14.02.1945
Neðri deild: 129. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 837 í B-deild Alþingistíðinda. (1204)

283. mál, skattgreiðslur h/f Eimskipafélags Íslands

Forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. Ég vil ekki eiga hlut að því, að mál þetta komist ekki til nefndar, og skal því ekki hefja hér almennar umr., þó að hv. þm. gæfi tilefni til þess. Ég sé mér ekki fært að leiðrétta þær veilur, sem komu fram í röksemdafærslu hans, í stuttri aths. Ég vil þó mótmæla því, sem hann sagði varðandi afskipti mín af dýrtíðarmálunum, en vísa að öðru leyti um það efni til minnar fyrri ræðu.