04.03.1944
Neðri deild: 25. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í B-deild Alþingistíðinda. (1441)

62. mál, dýrtíðarráðstafanir

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Það voru aðeins örfá orð út af ummælum um, að málinu yrði vísað til fjhn. Ég skal lýsa yfir fyrir hönd n., að ég get fallizt á, að málinu verði vísað til fjhn. Ég hef átt tal við form. fjhn., og sé málið ekki tafið, telur hann, að nál. gæti komið á mánudag, og þá tel ég rétt, að málið gangi þessa leið. En ég vil taka það fram, að okkur er mjög mikið áhugamál, að málið gangi í gegn á þessu þingi.