07.03.1944
Neðri deild: 27. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 923 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

62. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jón Pálmason:

Hv. frsm. hefur nú gert grein fyrir áliti meiri hl. fjhn. fyrir þessu frv., og hef ég út af fyrir sig engar aths. við það. En ég vil leyfa mér að flytja hér brtt. á þskj. 155 og tel nauðsyn, að sú breyt. verði gerð á þeim l., sem hér um ræðir, l. um dýrtíðarráðstafanir, vegna þess að í þeim l. eru engin ákvæði í sambandi við þær breyt., sem gerðar eru á tilkostnaði á framleiðsluverði landbúnaðarvara, svo að það geti verið í fullu samræmi við það verð, sem álit og till. vísitölun. eru byggðar á.

Þessi till., sem hér liggur fyrir frá minni hálfu, var ekki tekin upp af n., að mér skildist fyrir það, að einhverjum nm. varð rætt um, að það kunni að tefja fyrir málinu sjálfu, að það næði fram að ganga, ef það mundi fá nokkra afgreiðslu á þinginu. En satt að segja er ég undrandi yfir þeirri aðferð um afgreiðslu máls, að hér þurfi að slá föstu um það, hvernig með þetta mál skuli fara, og ég sé ekki betur en þessi sama n. starfi áfram og hafi með höndum að gera þennan útreikning, sem óhjákvæmilega þarf að fara fram.

Till. þessi er flutt í samráði við þá menn úr sex manna n., sem ég náði til og hafði tal af. Það er álit þeirra, að nauðsynlegt sé, að þessu sé hagað á þann veg, sem hér er ályktað, a.m.k. gerð á því önnur skipan, þannig að því sé slegið föstu, hvernig þessi útreikningur skuli fara fram. Þessi till. var hér til umr. í vetur og var felld hér í d. með eins atkv. mun, og virðist, að margir af þeim þm., sem greiddu atkv. gegn till., hafi gert það af þeirri sök einni, að þeir voru ekki sammála frumvarpinu.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess, ef ekki gefst tilefni til, að fara um þetta fleiri orðum.