07.03.1944
Neðri deild: 27. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 925 í B-deild Alþingistíðinda. (1454)

62. mál, dýrtíðarráðstafanir

Jón Sigurðsson:

Herra forseti. — Ég vil nú fyrir hönd okkar flm. þakka meiri hl. fjhn. fyrir meðferð hennar á þessu máli, og þessa smávægilegu brtt. skoða ég sem lítils háttar leiðréttingu. En að því er snertir till. hv. þm. a.-Húnv., vil ég gera þá grein, að ég fylgdi henni í vetur á síðasta þingi, greiddi henni þá atkv. og studdi hana, og ég mundi hafa gert svo nú, ef samkomulag hefði náðst um hana. En þar sem fjhn. hefur ekki fengizt til að taka hana upp og ekki orðið samkomulag um hana, en áríðandi fyrir frv. að fá þetta alveg ákveðið, treysti ég mér ekki til að greiða henni atkv., þó að ég sé henni að efni til alveg samþykkur.