26.02.1944
Neðri deild: 20. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í B-deild Alþingistíðinda. (157)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Pétur Ottesen:

Ég tek svar hæstv. dómsmrh. þannig, að það komi vitanlega ekki til mála, að stj. fari að leita viðtals við konung á þá lund, sem hv. 4: þm: Reykv: hefur haldið hér fram, að gera ætti, erinda væri það í fullu ósamræmi við álit mikils meiri hl. Alþ.

Ég ætla mér nú ekki að vekja neinar deilur frekar en orðið er við hv. frsm. stjskrn. Við höfum hér lagt fram hvor sína skoðun um þau atriði, þar sem okkur ber á milli í meðferð þessara mála, og um þær breyt., sem gert er ráð fyrir, að fara eigi fram á stjskrfrv. En ég vil aðeins segja, að það, sem hv. frsm. stjskrn. sagði nú um þessi atriði, þurrkar alls ekki úr huga mér þann ótta, sem ég hafði látið hér í ljós, að mér stæði stuggur af því, sem hér er að gerast og endahnúturinn verður sennilega bundinn á við atkvgr. hér í dag.

Það var aðeins eitt í ræðu frsm., sem ég vildi minnast á. Hann sagði, að í þáltill., sem nú er búið að samþ., þar sem sagt er upp sambandslagasamningnum, væri ekkert tekið fram um það, hvenær endanlega ætti að ganga frá atkvgr. um afgreiðslu þeirrar þáltill. hér á Alþ. Þegar þessi mál voru lögð fyrir Alþ., bæði skilnaðartill. og lýðveldisstjskrfrv., sem hér liggur nú fyrir, var sagt í stjskrfrv., að lýðveldisstjskr. skyldi öðlast gildi 17. júní næstk., og þess vegna var það, að samþykkt þáltill. um sambandsslit er bundin af þessu ákvæði í lýðveldisstjskrfrv. En eftir að búið er að taka þetta út úr lýðveldisstjskrfrv., er þetta hvort tveggja óbundið að þessu leyti og hvílir eingöngu á þeim yfirlýsingum, sem gefnar eru hér á Alþingi og eru í nefndaráliti því, sem hér liggur fyrir. En á þessu, álít ég, að sé mjög verulegur munur.