09.10.1944
Efri deild: 55. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (1617)

100. mál, lendingarbætur á Sæbóli í Aðalvík

Frsm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur haft þetta mál til athugunar og orðið sammála um að leggja til, að það verði samþ. óbreytt. Ég sé nú, að hæstv. atvmrh. er kominn hér í d., og vildi ég því gera til hans fyrirspurn um það, hvort honum sé nokkuð kunnugt um það; sem rætt var hér áðan, um endurskoðun á hafnarl., eða hvort nokkur undirbúningur undir slíka endurskoðun hafi farið fram af hálfu ríkisstj. Ég veit til þess, að þetta mál hefur verið rætt nokkuð og þá helzt í samráði víð vitamálastjóra, og vildi ég nú vita, hvort hæstv. ráðh. er kunnugt um það, hverjar ráðstafanir hafa verið gerðar í sambandi við þetta mál af hálfu ríkisstj. eða hvort þær hafa verið nokkrar.