17.10.1944
Neðri deild: 66. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í B-deild Alþingistíðinda. (1688)

30. mál, sala hálfra Skáldalækjareyju og Hvarfsdals

Frsm. (Jón Sigurðsson):

N. hefur orðið ásátt um að flytja örlitla brtt. við þetta frv, á þá lund, að þessi eyja, sem hér um ræðir, sé seld með því skilyrði, að hún sé sameinuð jörðinni Skáldalæk. N. gerir þetta með það fyrir augum, að tryggt verði, að þessi eyja lendi ekki í braski og verði t.d. seld Pétri eða Páli, en í stað þess verði hún sameinuð þessari jörð. Og það virðist vera tryggt, eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, að jörðin muni hafa hennar fulla þörf.

Þetta er aðeins nokkurs konar varúðarráðstöfun af hendi n., um leið og hún mælir með frv.