20.10.1944
Efri deild: 61. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í B-deild Alþingistíðinda. (1691)

30. mál, sala hálfra Skáldalækjareyju og Hvarfsdals

Þorsteinn Þorsteinsson:

Frv. þetta var samþ. hér áður í þessari hv. d. og sent Nd., en hefur tekið þar þeirri einu breyt., að í 1. gr. er bætt inn í þessum orðum: „Eyjan selst með því skilyrði, að hún verði sameinuð jörðinni Skáldalæk.“

Ég geri ráð fyrir, að í upphafi hafi verið ætlazt til, að þessi landshluti væri sameinaður jörðinni sjálfri, og landbn. hefur ekki fyrir sitt leyti neitt við það að athuga, þó að þessi breyt. eða viðauki sé gerður, og telur hana í sjálfu sér þýðingarlitla, en alls ekki til skaða.

Mín persónulega skoðun og ég býst við allra nm. er sú, að samþ. beri þetta frv. eins og það liggur fyrir.