12.09.1944
Efri deild: 41. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (1718)

94. mál, byggingarmálefni Reykjavíkur

Flm. (Bjarni Benediktsson):

Ég er hissa, að svo glöggskyggn maður og málefnafróður sem hv. þm. S.-Þ. skuli þurfa að bera fram þessa fyrirspurn, vegna þess að hann hefði þegar séð, hefði hann látið svo lítið að líta á frv., að ótti hans er algerlega ástæðulaus. Þetta málefni fjallar alls ekki um skipulagið. Það er allt annað frv., sem fjallaði um það efni og var borið fram 1943, en hefur ekki verið flutt enn á þessu þingi. Þetta frv. varðar ekki á nokkurn hátt skipulag bæjarins og haggar ekki að neinu leyti við skipulagsl. Hv. þm. hefur ruglað hér saman tveimur óskyldum málum.