06.10.1944
Efri deild: 54. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 981 í B-deild Alþingistíðinda. (1747)

131. mál, bæjarstjórn í Ólafsfirði

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Herra forseti. Það er náttúrlega rétt, sem hv. þm. Barð. segir, eins og ég gerði grein fyrir hér við 1. umr. málsins, að aðalástæðan til þess, að þetta bæjarréttindamál er fram borið, er neitun sýslunefndar Eyjafjarðársýslu um að ganga í ábyrgð fyrir hafnarláni. Þetta er aðalástæðan til þess, að þetta frv. er fram borið nú. En það er misskilningur, að það sé eina ástæðan til þess, að Ólafsfjarðarkauptún óskar eftir að fá bæjarréttindi, og gerði ég jafnframt grein fyrir því, að sú málaleitun mundi hafa komið mjög bráðlega, þó að enginn ágreiningur um þetta hafnarmál hefði verið fyrir hendi. Ég gerði grein fyrir því, að Ólafsfjörður hefur svo lítið samband við meginhéraðið í Eyjafirði, staðhættir eru svo ólíkir og annað slíkt, svo að þessi ósk hlýtur fram að koma. Þess vegna er langt frá því, að þetta sé eina ástæðan til þess, að frv. þetta er fram borið.

Það kann vel að vera rétt, að það sé ástæða til þess að taka það til nýrrar yfirvegunar um hafnarl. yfirleitt, hvort eigi að krefjast ábyrgðar sýslufélagana. En þegar þetta kom fyrir í fyrravetur, að sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu synjaði um ábyrgðina, þá reyndum við þm. Eyf. báðir að rannsaka það, eftir því sem við gátum, hvort þingvilji gæti fengizt fyrir því að nema þetta ákvæði úr hafnarl., og við komumst að þeirri niðurstöðu, að það mundi ekki þýða neitt að fara fram á slíkt, það mundi ekki fá fylgi í þinginu.

Eins og ég sagði áðan, þá er alveg fyllsta ástæða til þess að taka þetta mál til nýrrar yfirvegunar vegna þessa skeytis, sem nú hefur komið fram frá nokkrum íbúum Ólafsfjarðarhrepps. En þetta er nú ekki síðasta umr. málsins hér í hv. d. Og ég vona nú, að hv. þm. Barð. geti sætzt á það að greiða þessu frv. atkv. til 3. umr. Mér finnst það ekki annað en töf að fara að taka málið út af dagskrá nú, ef það skyldi eiga fram að ganga að lokum. Því að það eru tækifæri eftir til þess að taka nýja afstöðu til málsins, þó að það gangi til 3. umr. Ég heiði þegar í stað orðið við þessum óskum hv. þm. Barð., ef þetta hei~i verið 3. umr. En mér er ómögulegt að sjá, að það sé mjög hættulegt, þó að frv. fái að ganga í gegnum þessa umr. En ef hv. þm. Barð, leggur mjög mikið kapp á þetta, vil ég ekki beinlínis standa á móti því, því að það gæti þá kannske orðið málinu að falli að sýna stífni í þessu atriði. En ég vil fara fram á það, að hann sætti sig við það, að sú nýja athugun, sem þarf fram að fara um málið, fari fram á milli umr. Og vitanlega tek ég með þökkum tilboði hans um það, að sjútvn. þessarar hv. d. taki þetta atriði til nýrrar yfirvegunar. En það finnst mér ekkert koma í bága við það, þó að málið fái nú að ganga áfram á þessu stigi.