06.10.1944
Efri deild: 54. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 982 í B-deild Alþingistíðinda. (1748)

131. mál, bæjarstjórn í Ólafsfirði

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég geri það ekkert að kappsmáli, að málið sé tekið af dagskrá í dag, og get vel sætt mig við það, að málið sé athugað á milli umr., sérstaklega þegar vitað er, að málið á eftir að ganga til hv. Nd. En ef það er á bak við, sem mér heyrist á flm., að það séu aðrar ástæður, sem kannske vega eins mikið á vogarskálunum eins og sú ástæða, sem ég gat um áðan, um það, að Ólafsfjarðarkauptún fái bæjarréttindi, þá get ég vel búizt við því, að vilji sjútvn. sé ekki eins sterkur fyrir því að leysa málið, því að þá er það ekki nema hálf hjálp, ef svo kannske á að berja þetta mál fram á næsta þingi með andstöðu svo eða svo mikils hluta íbúanna. (BSt: Íbúarnir mæla með því, að þorpið verði bær.)