23.10.1944
Neðri deild: 69. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 986 í B-deild Alþingistíðinda. (1766)

156. mál, vera herliðs hér á landi

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Allshn. hefur athugað frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt. Eina breyt. frá því, sem er í l., er sú, að ábyrgð ríkissjóðs hækki frá 50 í 100 þús. kr., og er frv. borið fram af sérstöku tilefni. Ég vil aðeins upplýsa, í viðbót við það, sem ég gat um við 1. umr., að það munu ekki vera nema 1–2 mál, sem fyrir dómstólana hafa komið til þess að gera gild þessi ákvæði, þannig að áætlað fé úr ríkissjóði er hverfandi lítið. Reynslan hefur sýnt, að eftir að þessi l. gengu í gildi, hefur herstjórnin verið fúsari til þess að binda endi á málin með samkomulagi. N. mælir því með því, að frv. verði samþ. óbreytt.