22.11.1944
Efri deild: 73. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 989 í B-deild Alþingistíðinda. (1795)

52. mál, hafnarlög fyrir Akureyrarkaupstað

Gísli Jónsson:

Sjútvn. hefur hreyft þessu máli nú á þessu þingi, en hefur ekki talið það hlutverk sitt að gera breyt. þær, sem um er að ræða. Það var gerð fyrirspurn til hæstv. fyrrv. atvmrh. um þetta efni, og upplýsti hann, að vitamálastjóri hefði l. til undirbúnings.

Nú hefur skipazt svo, að vitamálastjóri er orðinn hafnarmálaráðh. Hann er ekki staddur hér, en meðráðh. hans, sem hér er, hæstv. dómsmrh., vildi kannske koma boðum til hans um það, hvað þeim undirbúningi liði. En það ástand, sem nú er í þessu efni, er alveg óviðunandi og verður að lagfæra.

Ég er á móti brtt. í 2. gr. Sú breyt. var sett inn í hafnarl. fyrir Siglufjarðarkaupstað, en var felld. Pétur Magnússon átti þá sæti í n. og taldi þetta atriði stríða móti l. Ég geri ráð fyrir, ef ekki hefur breytzt hugarfar þeirra, sem nú eiga sæti í sjútvn., að þeir verði á móti þessari breyt., og verður þá a.m.k. þetta atriði strikað út úr frv.