12.12.1944
Neðri deild: 90. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 994 í B-deild Alþingistíðinda. (1838)

181. mál, meðferð einkamála í héraði

Frsm. ( Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Í l. frá 1936 um meðferð einkamála í héraði er sett skilyrði fyrir, að menn fái skipun sem dómarar, að menn hafi starfað í þrjú ár í ýmsum þýðingarmiklum störfum, svo sem fulltrúar eða skrifstofustjórar í stjórnarráðinu eða lögreglustjórar, skrifstofustjórar og fulltrúar bæjarstjóra o.fl. Með þessu frv. er farið fram á að bæta hér við alþingismönnum, að þeir lögfræðingar, sem hafa setið á þingi í þrjú ár og öðlazt þar með reynslu við setningu og meðferð 1., hafi þessi sömu réttindi. Frv. kom frá Ed. og var samþ. einróma þar. Allshn. þessarar d. mælir sömuleiðis með, að frv. verði samþ. óbreytt.