12.10.1944
Neðri deild: 64. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 999 í B-deild Alþingistíðinda. (1853)

115. mál, laun háskólakennara Háskóla Íslands

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Menntmn. flytur till. á þskj. 399, sem er á þá leið, að ákvæði 1. gr. laga nr. 24 19. maí 1930, um háskólakennara, taki ekki til dósentsembætta þeirra, er stofnuð verða samkv. þessari grein. Í lögum þessum frá 1930 er kveðið svo á, að dósentar, sem starfað hafa í 6 ár, verði af sjálfu sér prófessorar. Í bréfi því, sem heimspekideild háskólans skrifaði nefndinni, var mælzt til þess, að tvö ný dósentsembætti yrðu stofnuð við heimspekideildina, en ekki talin þörf á, að þessar lagareglur taki til þeirra. Þegar frv. var samþ. í upphafi, hafði láðst að taka þetta fram í samræmi við vilja heimspekideildar, og er bréf þetta nokkurs konar leiðrétting á þessu. Hefur það í för með sér, að þarna verður nokkur sparnaður á, því að dósentslaun eru heldur lægri en laun prófessora. Aðalefnið er, að dósentarnir tveir, sem við á að bæta, verða ekki af sjálfu sér prófessorar eftir 6 ár samkv. þessum lögum, og vænti ég, að ekki verði ágreiningur um þetta atriði.