12.10.1944
Neðri deild: 64. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1006 í B-deild Alþingistíðinda. (1867)

115. mál, laun háskólakennara Háskóla Íslands

Sigfús Sigurhjartarson:

Það getur einn þm. haldið því fram, að það skipti verulegu máli fyrir ríkissjóð, hvort hv. þm. V.-Sk. eða menntmn. leggur til, að skipuð verði sjö ný embætti víð háskólann. Sami hv. þm. getur líka haldið því fram, að ég hafi sagt, að málið, sem um er að ræða, komi milliþn. í skólamálum ekkert við, og í næstu ræðu, að ég féllist á, að það færi til n. Sami hv. þm. getur líka haldið því fram, að milliþn. hafi eyðilagt fyrir honum frv., sem sofnaði hér í þ., áður en n. var stofnuð. Þetta er hinn mikli áhugamaður, sem fannst ekki taka því að svara, þegar hann var beðinn að skýra n. frá hugmyndum sínum um menntaskóla í sveit. (SvbH: Ég skal leggja bréfið fram hér á Alþ.)

Hv. 2. þm. S.-M. sagðist æskja þess, að ég beitti mér fyrir því, að n. léti heildarálit frá sér fara. Ég get skýrt honum frá því, að þetta verður gert. Fyrsta frv. sem n. samdi, fjallar um skólakerfi landsins í heild. Síðan verður svo fyllt út í þann ramma.

Ég þykist vita, að málið verði fengið milliþn. til umsagnar, og hygg ég, að það muni ekki verða til að tefja málið. Vil ég gjarnan stuðla að því, að n. gefi greið svör.