14.12.1944
Neðri deild: 92. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (1941)

168. mál, lendingarbætur í Selárdal

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins lýsa því yfir, eins og sést af nál., að n. er sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Um þennan stað er það að segja, að hann er afskekktur, en þaðan er talsvert útræði. Íbúarnir hafa sýnt mikinn áhuga á því að bæta þarna lendinguna, og þykir þess vegna maklegt, að ríkið styrki þá til þessa. — Vil ég því f. h. n. mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.