22.11.1944
Efri deild: 73. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í B-deild Alþingistíðinda. (1953)

190. mál, hafnarlög fyrir Ólafsfjörð

Gísli Jónsson:

Ég hef ekki sannfærzt af rökum hv. 1. þm. Eyf. 1. gr. þessa frv. um einnar millj. kr. framlag er samþ. af Alþingi, meðan Ólafsfjörður var sérstakt kauptún og hafði ábyrgð sýslusjóðs fyrir láninu. Ef þetta frv. er samþ. nú, þá er hér verið að samþ. að veita bæjarfélagi eina millj. kr. gegn 3/5 frá hafnarsjóði, og með þessu væri brotin sú regla, sem gildir um framlög til bæjarfélaga almennt. Reglan er hins vegar ekki brotin frá mínu sjónarmiði, ef l. er breytt til samræmis. (BSt: Það er það, sem er gert.) Vill hv. þm. bíða, þar til ég er búinn. Ég geri ráð fyrir, eftir þeim upplýsingum, sem fram hafa komið nú, að ég geri tilraun í n. til, að hún beri fram eðlilegar brtt. við núverandi l. til samræmis við það, sem hefur skeð, en haldi þessu frv. til baka, þar til séð er um afdrif þeirra brtt. Það kann vel að vera, að ég fái ekki fylgi n. um þessa aðferð, en þetta er mín afstaða í málinu, og ég mun einnig beita mér fyrir í n., að heimildin í 10. gr. verði hækkuð úr 1% í 6%. Það er alveg sama fyrir hv. flm., þó að þessi leið verði farin, en þá hefur sjútvn. séð um, að ekki sé skapað fordæmi fyrir að brjóta þá reglu, sem algild hefur verið um framlög ríkisins til hafnarmannvirkja, sem eru í eigu bæjarfélaga.