22.11.1944
Efri deild: 73. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1059 í B-deild Alþingistíðinda. (1954)

190. mál, hafnarlög fyrir Ólafsfjörð

Flm. (Bernharð Stefánsson):

Ég vil aðeins taka fram, að ég sé engan mun á að afgr. málið á þann hátt, sem hv. þm. Barð. vill, eða að samþ. þetta frv., því að ef þær skuldbindingar, sem ríkið tekur að sér, eru alveg óbreyttar eins og þær eru nú í 1. gr. frv., þá sé ég ekki, að neinn munur sé á, hvort þetta frv. er samþ. eða aðeins gerðar breyt. á núgildandi hafnarl. á viðeigandi stöðum; það er aðeins aukafyrirhöfn. Ef það er meining hv. þm. að fella þetta frv. eða draga það til baka á einhvern hátt og koma með nýtt frv. til breyt. á einstökum gr. hafnarl., þá hefur það þá einu þýðingu, að því er mér virðist, að tefja málið a.m.k. um eina umr. Annars vill svo vel til, að hæstv. fjmrh. er staddur hér í d., og álít ég, að hann sé bær um að segja, hvort í þessu felast nýjar skuldbindingar fyrir ríkið, og vil ég gjarnan gera fyrirspurn til hans um það, hvort hann líti svo á, að í þessu frv., sem er eingöngu uppprentun á þeim skuldbindingum, sem nú eru í l., séu nokkur ný ákvæði önnur en að ábyrgð Eyjafjarðarsýslu hverfi eins og til var ætlazt, þegar þessi staður fékk bæjarréttindi.