14.02.1944
Neðri deild: 12. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (202)

31. mál, sparisjóðir

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. — Það eru engin ákvæði í l. um sparisjóði um það, hvernig fara skuli að, þá er sparisjóður hættir störfum, hvort sem um gjaldþrotaskipti er að ræða eða sparisjóður er lagður niður á annan hátt. Það þykir því henta að gera hér lagabreyt. Þykir hentugra, að skiptaforstjórum séu falin skipti sparisjóða, sem teknir eru til gjaldþrotaskipta, en að hinum reglulega skiptaráðanda séu falin þau.

Að öðru leyti vil ég vísa til grg., sem fylgir frv., og vænti svo, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og fjhn.