23.02.1944
Neðri deild: 17. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

31. mál, sparisjóðir

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. — N. leggur einróma til, að frv. verði samþ.. óbreytt, enda felur það ekki í sér aðrar breyt. en að skiptaforstjórum séu falin skipti sparisjóða, sem teknir eru til gjaldþrotaskipta, í stað þess að hinum reglulega skiptaráðanda séu falin þau.

Þá er og ákveðinn frestur fyrir þá, sem kröfum eiga að lýsa gagnvart sjóðnum. Mun það nauðsynlegt, þegar sparisjóður er gerður upp.

Eins og ég hef þegar tekið fram, leggur n. til, að frv. verði samþ. óbreytt.