07.12.1944
Neðri deild: 89. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1135 í B-deild Alþingistíðinda. (2106)

201. mál, hafnarlög fyrir Akranes

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Þetta mál stendur í sambandi við þær framkvæmdir, sem nú er verið að gera á Akranesi. Nauðsynlegt er að hækka þessar upphæðir, til þess að verkinu verði haldið áfram.

Sjútvn. hefur, eins og venja er til, leitað umsagnar vitamálastjóra, og leggur hann til, að frv. verði samþ. eins og það er á þskj. 570.