06.12.1944
Neðri deild: 88. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1143 í B-deild Alþingistíðinda. (2143)

112. mál, kirkju- og manntalsbækur

Sveinbjörn Högnason:

Herra forseti. — Ég hafði gefið hæstv. forseta þær upplýsingar, að málið hefði verið tekið af dagskrá, þegar það var á dagskrá síðast, vegna þess að ég hefði verið með brtt., sem ég vildi koma á framfæri. Ég ræddi við form. menntmn. og flm., og voru þeir sammála um, hvernig þær mundu verða, ef fram kæmu. En ef þær kæmu ekki frá n. og n. ætlaði ekki að skila áliti með þeim brtt., ætlaði ég að flytja brtt.